Efni til prófs
Nema annað sé tekið fram er allt sem við höfum farið yfir til prófs
- Kaflarnir í bókinni
- Glærur í fyrirlestrum
- Heimadæmi, bæði æfingar, verkefni og lausnir
- Heftið um rökstudda forritun í Java
Varðandi prófspurningar þá verða þær líkastar heimadæmunum og því sem var á miðannarprófinu og lokaprófi 2011. Ágætt er að skoða eldri próf en hafa verður í huga að áherslur breytast á milli ára og því ekki hægt að gera ráð fyrir eins spurningum.
Nákvæmur listi yfir efni til prófs.
-
Kaflar í bók.
- Kaflar 1.1-1.4, Kafli 1.5 fram að bls. 136 (StdIn/Out er með en ekki StdDraw).
- Kaflar 2.1-2.3
- Kaflar 3.1-3.3
- Kaflar 4.1-4.2, 4.3 til bls. 575 (sleppa Queues), 4.4 til bls. 628.
-
Glærur fyrir fyrirlestra 1-26. Þræðir sem koma í seinni hluta fyrirlesturs 26 verða prófs, en ekki verður prófað í forritun með þráðum (í mesta lagi ein fjölvalsspurning).
-
Heimadæmi, öll heimadæmi eru til prófs.
-
Rökstudd forritun í Java, Kaflar 1-4, Kafli 10, einnig er ágætt að renna yfir kafla 6, 7 (fyrir mergesort) og 9.
Á prófinu verður Notkun/Fyrir/Eftir lýsing að fylgja öllum föllum og aðferðum klasa. Fastayrðing gagna verður að fylgja öllum klösum. Ekki er nauðsynlegt að skrifa fastayrðingu lykkju nema að sérstaklega sé beðið um það í dæminu.
Engin hjálpargögn eru leyfileg í prófinu, á síðustu blaðsíðu verður yfirlit (API) yfir helstu föll í klösum sem má nota við lausnir. API á lokaprófi 2012.