TÖL101G Haust 2013

Almennar upplýsingar

Kennari í námskeiðinu er Páll Melsted lektor í tölvunarfræði. Bókin sem við notum í námskeiðinu er Introduction to Programming in Java: An Interdisciplinary Approach eftir Robert Sedgewick og Kevin Wayne og fæst í Bóksölunni.

Einnig munum við nota efni úr heftinu Rökstudd forritun í Java eftir Snorra Agnarsson.

Lögð verða fyrir vikuleg heimadæmi, bæði verkefni úr bókinni og af vikublöðum. Í vikublöðum verður yfirlit yfir það efni sem við höfum farið yfir og heimadæmum til að skila.

Yfirlit yfir námsefni Allar glærur birtast hér

Námsefni til prófs

Tímar

Námsmat

Piazza

Umræðuhópar hafa verið settir upp á piazza.

Piazza vefurinn verður notaður fyrir tilkynningar og að svara almennum fyrirspurnum um námskeiðið og heimadæmin. Það er því mikilvægt að nemendur skoði vefinn reglulega.

Cloudcoder

Hluta af heimadæmum á að skila rafrænt inn á cloudcoder.

Dæmahópar

HópurTímiStaðurKennari
d1Fim 13:20-14:50V-152Árni Rúnar Kjartanssonn
ari2@hi.is
d2Fös 15:00-16:30V-261Gísli Hrafnkelsson
gih9@hi.is
d3Mið 13:20-14:50V-261Páll Melsted
pmelsted@hi.is
d4Fim 13:20-14:50V-157Arnar Orri Eyjólfsson
aoe4@hi.is
d5Mán 11:40-13:10V-156Albert Ingi Haraldsson
aih3@hi.is
d6Mán 13:20-14:50EtVignir Már Lýðsson
vml1@hi.is
d7Mið 15:50-17:20V-157Karl Bachmann Stefánsson
kbs15@hi.is
d8Fös 13:20-14:50V-158Baldur Yngvason
bay1@hi.is
d9Mán 16:40-18:10V-152Kristján Eldjárn Hjörleifsson
keh4@hi.is
d10Fim 16:40-18:10V-261Haukur Óskar Þorgeirsson
hth152@hi.is

Skiptingar í dæmahópa eftir Stafrófsröð og Hópum. Ef nemendur eru ekki skráðir í hóp eða vilja skipta um hóp þarf að fylgja leiðbeiningum sem er að finna inni á Piazza.

Stofur merktar V eru í VR II, Et er í kjallara Endurmenntunar (einnig kallað Naust) og Á er Árnagarður. Ekki má skipta um dæmahópa án leyfis kennara eða dæmatímakennara.

Vikublöð og verkefni.

Heimadæmi birtast á vikublöðum fyrir hverja viku. Dæmunum er skipt niður í æfingar og verkefni. Í æfingum mega nemendur hjálpast að við lausnir en verða alltaf að skila eigin lausn. Í verkefnum mega nemendur ekki hjálpast að við lausnir og verða alfarið að skila sinni eigin lausn. Athugið að einnig er hægt að fá hjálp við æfingar í vinnustofum.

Vikublöð

Gömul próf

Eldri próf eru aðgengileg á Uglunni

Ýmislegt efni tengt námskeiðinu

Vefsíða bókarinnar inniheldur mikið af gagnlegum upplýsingum.

Uppsetning á Java umhverfi fyrir Mac, Windows og Linux ATH við munum ekki nota DrJava eða neitt IDE í þessu námskeiði.

Jeliot sýnir hvernig java forrit eru keyrt, lið fyrir lið. Ágætt fyrstu vikurnar, en hefur sínar takmarkanir.

Það er nauðsynlegt að vera með ritil (editor) sem litar kóðann, eitthvað aðeins meira en notepad. Hér er listi af ókeypis ritlum eftir stýrikerfum.

Windows

Mac

Linux

Öll stýrikerfi

IDE, ekki mælt með þessu